• Skipulag Öskjuhlíðar

  25. október, 2013

  Landslag hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar.

  Í niðurstöðu dómnefndar segir að tillagan sé metnaðarfull með skýrri hugmynd þar sem geislar út frá Perlunni tengja hana við Öskjuhlíðina og nærumhverfið, þannig að svæðið verði öruggara og aðgengilegra öllum.

 • 50 ára afmælisári

  01. apríl, 2013

  Landslag stendur á stórum tímamótum árið 2013. Í apríl verða 50 ár liðin frá því að Reynir Vilhjálmsson hóf störf sem landslagsarkitekt á Íslandi, en teiknistofan byggir á samfelldum rekstri Reynis og meðeiganda hans síðan þá. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi fyrirtæki í skipulagi og landslagshönnun og hefur starfsfólk teiknistofunnar í gegnum tíðina gert margan garðinn frægan með frjórri hugsun og vönduðum vinnubrögðum.