• Vífilsstaðaland – Samkeppni um rammaskipulag

  22. desember, 2017

  Förum glöð inn í jólahátíðina með 1. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands í Garðabæ. Tillagan var unnin í samstarfi við Batteríið arkitektar og EFLA.

  Hlökkum til að útfæra nánar í ramma- og deiliskipulagi í samráði við alla hagsmunaaðila á svæðinu

 • Landslag óskar viðskiptavinum og samstarfsaðilum gleðilegra jóla.

  Óskum viðskiptavinum og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á liðnum árum.

  Merry Christmas and happy new year.

  Starfsfólk Landslags

 • LANDSLAG LEITAR AÐ LIÐSAUKA

  17. nóvember, 2017

  Við leitum að kraftmiklum og áhugasömum landslagsarkitekt í okkar lið, til starfa við spennandi og fjölbreytt verkefni á skapandi og lifandi vinnustað í hjarta miðborgarinnar.

 • Nýr Skerjafjörður

  31. október, 2017

  Tillaga Ask arkitekta, Eflu og Landslags um framtíðaruppbyggingu í Nýja Skerjafirði var hlutskörpust í hugmyndaleit um tillögur að byggð á svæðinu.

 • Tilnefning til hönnunarverðlauna Íslands 2017

  30. október, 2017

  Tröppustígur við Saxhól hefur verið tilnefndur til hönnunarverðlauna Íslands en þau verða veitt þann 9. nóvember næstkomandi.

 • Tilnefning til norrænna verðlauna í arkitektúr

  26. október, 2017

  Tröppustígur upp á Saxhól í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli er tilnefndur til norrænna verðlauna í arkitektúr. Verðlaunin verða veitt í tengslum við Nordic Architecture Fair 2017 ráðstefnuna í Gautaborg 7. og 8. nóvember. Alls voru 134 verk send inn í keppnina en einungis átta tilnefnd.

 • SAMARK

  20. mars, 2017

  Landslag – teiknistofa og ARKÍS arkitektar eru aðilar að Samark og taka saman þátt í þessari sýningu með rammaskipulagi Elliðavogs og Ártúnshöfða. Skipulagið var unnið í samstarfi við Verkís í framhaldi af 1. verðlaunatillögu í samkeppni um þetta stóra uppbyggingarsvæði. Sjáumst í Hörpu í lok vikunnar.

 • Umhverfisfrágangur við Klambratún

  13. mars, 2017

  Landslag hannaði umhverfisfrágang í tengslum við nýja forgangsrein strætó, hljóðvarnir og hjóla- og göngustíg á Miklubraut við Klambratún. Það má segja að við þetta stækki Klambratúnsgarðurinn því stígarnir verða í vari af lágum hljóðvörnum og gróðri næst umferðinni.

  http://reykjavik.is/…/nyjar-straetoakreinar-og-hljodvarnir-…

 • Tilnefning til menningarverðlauna DV

  04. mars, 2017

  Áningnarstaður við Saxhól í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli var á dögunum tilnefndur til menningarverðlauna DV á sviði arkítektúrs.

 • Nýr borgarhluti í mótun

  18. febrúar, 2017

  Landslag tekur þátt í þessum spennandi verkefnum Reykjavíkurborgar, þ.e. nýlega samþykktu rammaskipulagi fyrir Elliðavog og Ártúnshöfða og þróunarverkefninu „Grensásvegur-Gullinbrú, samgöngu- og þróunarás. Í báðum verkefnum er hágæða samgöngukerfi, léttlesta eða hraðvagna mótað inn í framtíðar borgarumhverfi. Kíkið endilega og fáið frekari upplýsingar í Ráðhúsi Reykjavíkur.
  Meira hér: http://www.visir.is/nytt-hverfi-ris-a-artun…/…/2017170229771