• Elliðahöfn við Ártúnshöfða

  11. nóvember, 2015

  Vistvænt borgarhverfi með fólk í fyrirrúmi

  Tillaga Landslags, Arkís og Verkís í samstarfi við Dr. Bjarna Reynarsson hlaut 1. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs og Ártúnshöfða. Tillagan byggir á náttúrufarslegum einkennum svæðisins, og leitast við að skapa sterkan staðaranda. Einnig er lögð áhersla á lýðheilsu, sjálfbærni og vistvæna hugsun.

 • Laugavegur samkeppni

  01. janúar, 2015

  Meginmarkmið höfunda er að hefja Laugaveg til vegs og virðingar
  sem helsta stræti miðborgar Reykjavíkur. Sígilt, stílhreint og hlýlegt
  yfirbragð undirstrikar forgang gangandi, skapar aðlaðandi umhverfi
  og vænlegan starfsgrundvöll fyrir verslanir og veitingastaði.

  Meginhugmynd tillögunnar byggir á skírskotun í sögu Reykjavíkur
  ásamt vandlegri greiningu á staðháttum, svo sem hæðarlegu,
  skuggavarps og tengingu við aðliggjandi almenningsrými.
  Á mótum Laugavegar og Vatnsstígs er hábunga í landhalla
  götunnar og þar með vatnaskil.